Málþing um „Trú og íþróttir“ verður haldið í Neskirkju laugardaginn 25. janúar 2020 kl. 10-12. Það er haldið í samstarfi Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Neskirkju. Fyrirlesarar eru sr. Alfreð Örn Finnsson. Kristrún Heimisdóttir og dr. Skúli Ólafsson. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir stýrir málþinginu og leiðir umræður.

Erindi sr. Alfreðs Arnar Finnssonar nefnist „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. Um samspil trúar og íþrótta.“

Sr. Alfreð Örn Finnsson

Erindi Kristrúnar Heimisdóttur nefnist „Trú, von og kappleikur.“

Kristrún Heimisdóttir

Erindi dr. Skúla Ólafssonar nefnist „Trúin í boltanum og trúin á boltann. Tilvistarleg stef í heimi knattspyrnunnar.“

Dr. Skúli Ólafsson

Málþingið er öllum opið og án aðgangseyris.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir