Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar er rannsóknarstofa í trúarbragðafræðum og sáttargjörð sem Þjóðkirkjan stofnaði til á Kirkjuþingi 2008. Var fyrsta stjórnin skipuð árið 2010. Á ensku má þýða heiti hennar The Icelandic Institute on Religion and Reconciliation.

Stjórn stofnunarinnar skipa Bogi Ágústsson, fréttamaður, formaður, sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, varaformaður, dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent við Williams Collage, MA, Bandaríkjunum, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus.