Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar er rannsóknarstofa í trúarbragðafræðum og sáttargjörð sem Þjóðkirkjan stofnaði til á Kirkjuþingi 2008 og var fyrsta stjórnin skipuð árið 2010. Á ensku má þýða heiti hennar The Icelandic Institute for Religion and Reconciliation.

Stjórn stofnunarinnar skipa Bogi Ágústsson, fréttamaður, formaður, sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur, varaformaður, dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent við Williams Collage, MA, Bandaríkjunum, dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor og fulltrúi Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands.