Guðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar efndu til málþings föstudaginn 25. janúar 2013 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 13:30 – 16:00.

Yfirskrift málþingsins var Mannréttindi á upplausnartímum. Athyglinni var meðal annars beint að stöðu mannréttinda og þróun á ólgutímum, réttindum einstaklinga og hópa, átökum strangtrúarmanna og veraldlega sinnaðra í Mið-Austurlöndum. Fyrirlesarar voru Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent í sögu Miðausturlanda við Williams College í Bandaríkjunum og gestakennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Stjórnandi málþingsins var Ævar Kjartansson, guðfræðingur og dagskrárgerðarmaður.