Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðar
Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, í samvinnu við samráðsvettvanginn Faith for Nature, efna til málþingsins Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar. Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 29. október 2021 kl. 13:30–15:30. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur málþingsins. Dagskrá: Halldór Reynisson verkefnisstjóri: Lotfslagsmál, börnin [...]