Réttlátt stríð – og friður. Nýjar skilgreiningar á öryggi og ógnunum samtímans

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar efnir til málþings um réttlæti, stríð og frið föstudaginn 13. janúar. Yfirskriftin er „Réttlátt stríð – og friður. Nýjar skilgreiningar á öryggi og ógnunum samtímans.“ Málshefjendur verða dr. Sólveig Anna Bóasdóttir og dr. Magnús Þorkell Bernharðsson. Erindi Sólveigar Önnu ber yfirskriftina "Réttlátur friður" og erindi Magnúsar Þorkels "Ný stríð, nýr [...]

By |2023-01-03T21:10:39+00:003. janúar 2023 14:09|Fréttir, Málþing|

Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðar

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, í samvinnu við samráðsvettvanginn Faith for Nature, efna til málþingsins Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar. Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 29. október 2021 kl. 13:30–15:30. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur málþingsins. Dagskrá: Halldór Reynisson verkefnisstjóri: Lotfslagsmál, börnin [...]

By |2021-10-25T20:14:57+00:0025. október 2021 20:14|Fréttir|

110 ár frá fæðingu dr. Sigurbjörns

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar stendur fyrir málþingi á Skálholtshátíð 2021 um Sigurbjörn Einarsson til að minnast þess að 110 ár eru liðin frá fæðingu hans. Málþingið ber yfirskriftina "Ljós yfir land" eftir hirðisbréfi hans. Það verður haldið laugardaginn 17. júlí kl. 10 og lýkur með hádegisverði í Skálholtsskóla. Dr. Sigurbjörn Einarsson fæddist 30. júní [...]

By |2021-06-30T07:06:07+00:0030. júní 2021 06:48|Fréttir|

Trú og íþróttir – Málþing í Neskirkju

Málþing um "Trú og íþróttir" verður haldið í Neskirkju laugardaginn 25. janúar 2020 kl. 10-12. Það er haldið í samstarfi Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Neskirkju. Fyrirlesarar eru sr. Alfreð Örn Finnsson. Kristrún Heimisdóttir og dr. Skúli Ólafsson. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir stýrir málþinginu og leiðir umræður. Erindi sr. Alfreðs Arnar [...]

By |2020-01-17T11:49:46+00:0017. janúar 2020 11:11|Fréttir, Málþing|

„Stattu kyrr og gef gaum að dásemdum Guðs!“ Erindi Boga Ágústssonar á Skálholtshátíð 2019

Bogi Ágústsson, formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar, flutti hátíðarerindið á Skálholtshátíð 2019 og kom þá meðal annars inná sögu Stofnunar Sigurbjörns og mikilvægt hlutverk hennar. Bogi hafði daginn áður stýrt umræðum á seminari í Skálholti með dr. Munib Younan, biskupi í Jerúsalem en seminarið hélt Stofnunin í samstarfi við Skálholtsbiskup og Skálholtsstað. Erindi Boga [...]

By |2019-09-09T21:54:16+00:009. september 2019 20:40|Fréttir|

The Role of Religion in Peacemaking and Reconciliation. Erindi dr. Munib Younan á málþingi í Skálholti

Dr. Munib Younan, biskup og fv. forseti Lútherska heimssambandsins, LWF, og fv. biskup lúthersku kirkjunnar í Jórdaníu og Landinu Helga, flutti erindi á seminari Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar sem haldið var á Þorláksmessu á sumar, 20. júlí 2019, í Skálholti í samstarfi við Skálholtsbiskup og Skálholtsstað. Umræðustjóri á seminarinu var formaður Stofnunar Sigurbjörns, Bogi [...]

By |2019-09-09T21:12:57+00:009. september 2019 19:57|Fréttir|

Prédikun dr. Munib Younan á Skálholtshátíð 2019

Á Skálholtshátíð 2019 flutti dr. Munib Younan, biskup, prédikun í hátíðarmessu sunnudagsins og flutti hana á ensku. Íslensk þýðing var lesin af vígslubiskupi, sr. Kristjáni Björnssyni, í útsendingu RÚV á messunni í útvarpinu. Hér er prédikunin í heild sinni á ensku en þó er ekki búið að setja inn stutt innskot í flutningi dr. [...]

By |2019-09-09T20:12:43+00:009. september 2019 15:46|Fréttir|

Staða kristinna í Mið-Austurlöndum

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar efndi til málþings föstudaginn 22. janúar 2016 klukkan 14:00-16:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands um stöðu kristinna í Mið-Austurlöndum. Fyrirlesarar: Magnús Þorkell Bernharðsson: Endalok kristni í Mið-Austurlöndum? Hvers vegna flýja kristnir arabar og hvaða þýðingu það hefur að við erum að sjá fyrir endalok 2000 ára sögu kristni í Mið-Austurlöndum? Fyrirlestur Jóhönnu [...]

By |2017-03-17T22:51:33+00:0015. janúar 2016 16:36|Fréttir, Málþing|

Nelson Mandela og máttur sáttargjörðar

„Nelson Mandela. Máttur sáttagjörðar andspænis aðskilnaðarstefnunni og afleiðingum hennar“ var yfirskrift málþings sem haldið var föstudaginn 24. janúar 2014 kl. 14-16. Þar fluttu dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og dr. Arnfríður Guðmundsdóttir erindi um ævi- og stjórnmálaferil Nelson Mandela og um guðfræðileg viðbrögð við aðskilnaðarstefnu Suður Afríku. Að málþinginu stóðu Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræðistofnun Háskóla [...]

By |2016-01-18T11:49:16+00:0015. janúar 2014 16:26|Fréttir|

Málþing um fjármálamarkaðinn og hraða nútímans

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar hélt málþings með dr. Mark C. Taylor, forseta trúarbragðafræðideildar Columbia háskóla í New York í samstarfi við Guðfræðistofnun Háskóla Íslands fimmtudaginn 16. maí 2013, kl. 13.30-16.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Viðbrögð veittu dr. Jón Ólafsson heimspekingur og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur. Erindi Taylors bar yfirskriftina: Meltdowns: The Perils of Extreme Finance. [...]

By |2016-01-18T11:26:18+00:002. maí 2013 16:30|Fréttir|
Go to Top