„Nelson Mandela. Máttur sáttagjörðar andspænis aðskilnaðarstefnunni og afleiðingum hennar“ var yfirskrift málþings sem haldið var föstudaginn 24. janúar 2014 kl. 14-16. Þar fluttu dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og dr. Arnfríður Guðmundsdóttir erindi um ævi- og stjórnmálaferil Nelson Mandela og um guðfræðileg viðbrögð við aðskilnaðarstefnu Suður Afríku.

Að málþinginu stóðu Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Það var haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og öllum opið.

Bogi Ágústsson, formaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar setti málþingið og stýrði því.

Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor og fyrrverandi sendiherra í Suður-Afríku, sem fjallaði um ævi- og stjórnmálferil Nelson Mandela.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor og formaður stjórnar Guðfræðistofnunar, ræddi Kairos-skjalið, guðfræðileg viðbrögð við aðskilnaðarstefnu Suður Afríku, Apartheid.

Viðbrögð og umræður.